Suðurferð föstudaginn 15. apríl

apríl 13, 2011

varðandi suðurferðina og  undirbúning hennar þurfa allir sem fara suður að vita

1. það verður æfing kl. 13:00 í KA heimilinu til kl 14:00

2. á æfinguna verður að taka með sér allan útbúnað fyrir ferðina því að það að verður lagt strax af stað eftir æfingu þess vegna er búist við því að allir fari í sturtu í KA heimilinu.

3. það verður svo keyrt beint til Egilshallar og farið í bió þar

4.  það verður gist á Hótel Hafnafirði föstudagsnóttina svo um morguninn fá allir morgunverð á hótelinu.

5. Leikurinn við FH fer fram kl: 13:15 á laugardaginn og verður því búist við því að strákarnir verði mættir heim um kl 20:00

6. ferðin kostar ekkert fyrir leikmenn nema matur og  bíóferð.

Auglýsingar

Útiæfing 20. jan

janúar 19, 2011

Á fimmtudaginn 20. jan verður útiæfing kl. 16:30, allir eiga að mæta með útiföt og góða skó niðri í sundlaug, það verður svo farið í pottinn eftir æfinguna.

æfing 8. jan

janúar 8, 2011

Sem betur fer verður ekkert blakmót eða neitt annað svo að við fáum salinn í dag allir að mæta á æfingu kl. 12:30

7 janúar

janúar 7, 2011

Í dag átti að vera leikur við gróttu en eins og vonandi flestir vita þá geta þeir ekki komist norður vegna veðurs, það verður heldur engin æfing í staðinn fyrir leikinn, en á morgun laugardaginn 8 jan er ekki víst um hvort að það verði æfing vegna blakmóts sem verður eða verður ekki vegna veðurs. ég mæli með því að athuga aftur á síðunni í kvöld tl að sjá hvort það verður æfing

breyttur æfingatími

desember 29, 2010

það verður ekki æfing föstudaginn 31 des, en sem flestir vita þá er það gammlárs dagur og þá er lokað ka heimilinu það verður svo æfing laugardaginn á eftir.

ekki æfing

desember 17, 2010

Fyrir þá sem ætla að mæta á æfingu þá verður eingin æfing föstudaginn 17. des látið það berast

Breytingar

nóvember 12, 2010

Það var smá vesen með kostnað ferðarinnar.
Í staðinn fyrir að ferðin kosri 6500 er lækkað hanna un 3.000 kr þannig að það verður bara borgað 3.500 kr

Til foreldra of forráðamanna í 4. flokki karla.

nóvember 9, 2010

Vegna fyrrirhugaðar keppnisferðar til Reykjavíkur um næstu helgi. Mæting er í KA heimilið á f-studaginn kl. 12:45 og munu drengirnir ferðast með 4. flokk kvenna. Gist verður í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli og þurfa drengirnir því að hafa með sér svefnpoka eðasæng og dýnu. Fyrsti leikur er við Þrótt í Laugardalshöll á föstudaginn kl. 21:30 í bikarkeppninni. Þessi tími er óheppilegur en fékkst ekki breytt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Drengirnir verða því að nesta sig vel og gera ráð fyrir að eiga nesti fyrir og eftir leik. Á laugardagsmorgun verður farið í mmorgunverð á Hótel Loftleiði og fyrri leikur laugardagsins er við hauka í Strandgötu kl. 12:00 Seinni leikurinn er síðan kl. 14:45 á sama stað. Við ættum því bara að komast heim á milli 16 og 17 á laugardag. Áætlið heimkoma er því um 10 á leigardagskvöld. Ítrekað er að drengirnir nesti sim mj-g vel því að undanskildum morgunverði á laugardag þurfa þeir að sjá um sig sjálfir hvað mat varðar í ferðinni. Verð ferðarinnar er kr. 6.500 sem samanstendur af rútu, gistingu og morgunverði. Vinsamlega hafiði samband við þjálfara ef frekari upplýsinga er óskað.

Fyrirhuguð er mogunæfing nk. fimmtudag kl. 06:15. Mililvægt er að drengirnir fái sér eitthvað að borða fyrir æfinguna en henni lýkur fyrir kl. 07:30 og þeir geta því flestir skotist heim fyrir skóla, þeir sem það kjósa. Þessi æfing er tilraun sem metin verður efirá og verðimæting og árangur af æfingunni viðunandi gæti slíkum æfingum fjölgað eftir því sem líður á veturinn.

Foreldrafundurverður haldinn þriðjudaginn 16. nóvember nk. í KA heimili kl. 18:00 afar mikilvægt að foreldrar mæti á fundinn.
Jóhannes G Bjarnason s. 662-3200

Síðustjóri byður líka um styttri miða.

Æfingar um helgina

nóvember 3, 2010

Sælar,
Æfingarnar um helgina verða örlítið öðruvísi þessa helgina,
Föstudags æfingin verður á venjulegum tíma, nema eftir hana förum við upp í æfingasalinn og förum að lifta.
það verður engin æfing á laugardaginn útaf einhverju blakmóti svo í staðinn verður æfing niðri í höll á sunnudaginn kl. 11:30 til 13:00
Elmar er líka búinn að reka Hákon burt af síðuni og orðin einræðisherra þar.

Suðurferð Helgina 22.-23. OKTOBER

október 20, 2010

Suðurferð verður helgina 22.-23. oktober.
Mæting í KA  heimilið er kl 11:45

Spilað verður við Stjörnuna á Föstudag, og FH á laugardag kl 12:10 minnir mig(breyttur tími).
Gist verður í Frostaskjoli og þarf að taka þetta vanalega með sér ( dýnu og svona vesen ).
Heimkoma verður eitthvað um kvöldmatarleitið afþví að stelpurnar verðu búnar seinna en við að spila.